LeBron upp fyrir Kobe

LeBron James.
LeBron James. AFP

LeBron James fór upp fyrir Kobe Bryant í 3. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar í körfuknattleik þegar hann skoraði 29 stig fyrir Los Angeles Lakers í 108:91-tapi gegn Philadelphia 76ers í nótt.

LeBron hefur nú skorað 33.655 stig á ferlinum, 12 stigum meira en Bryant sem einnig gerði garðinn frægan með liði Los Angeles. Kareen Abdul Jabbar er sá stigahæsti en hann spilaði með Milwaukee Bucks og Los Angeles á árunum 1969 til 1989. Karl Malone er annar en sá spilaði lengst af með Utah Jazz en kom einnig stutt við hjá Los Angeles.

Utah hélt sinni sigurgöngu áfram í nótt með fjórða sigrinum í röð er liðið lagði Dallas Mavericks að velli, 112:107. Donovan Mitchell skoraði 25 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar fyrir Utah en slóvenska undrabarnið í liði Dallas, Luka Doncic, átti svipaðan leik. Skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Úrslitin í nótt
Utah Jazz - Dallas Mavericks 112:107
Detroit Pistons - Brooklyn Nets 111:121
Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 106:118
Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 104:113
Philadelphia 76ers - Los Angeles Lakers 108:91

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert