Átti ein bestu tilþrifin á Spáni (myndskeið)

Tryggvi Snær Hlinason treður með tilþrifum.
Tryggvi Snær Hlinason treður með tilþrifum.

Tryggvi Snær Hlinason átti ein bestu tilþrifin í spænsku A-deildinni í körfubolta í síðustu umferð. Tryggvi tróð með miklum tilþrifum fyrir Zaragoza gegn Badalona í 93:72-sigri. 

Miðherjinn fékk boltann nálægt körfu Badalona-manna og tróð hann yfir varnarmann líkt og hann væri ekki þar. 

Zaragoza hefur komið á óvart á leiktíðinni og er liðið í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir stórliðunum Barcelona og Real Madríd. 

Þessi skemmtilegu tilþrif má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan, en tilþrif Tryggva voru valin þau fimmtu bestu. 

mbl.is