Grindavík semur við Bandaríkjamann

Daníel Guðni Guðmundsson og lærisveinar hans hafa fengið liðsstyrk.
Daníel Guðni Guðmundsson og lærisveinar hans hafa fengið liðsstyrk. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Seth LeDay. Kemur hann í stað Jamal Olasewere, sem var sendur heim á dögunum. 

LeDay er 24 ára og 201 sentimetri. Hann kemur frá East Carolina úr bandaríska háskólaboltanum. 

Grindvíkingar eru vongóðir um að hann verði löglegur fyrir leik liðsins gegn Fjölni á föstudaginn kemur. 

Grindavík er í níunda sæti Dominos-deildarinnar með 10 stig eftir 15 leiki. Hefur liðið tapað fimm deildarleikjum í röð. 

mbl.is