Kobe minnst alls staðar - Gordon með 50 í fyrsta sinn

Áhorfendur sáust víða í búningum merktum Kobe Bryant á NBA-leikjunum …
Áhorfendur sáust víða í búningum merktum Kobe Bryant á NBA-leikjunum í nótt. AFP

Kobe Bryant var minnst á öllum völlum í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar sex leikir fóru fram í deildinni. Aðallega með táknrænum hætti þar sem tölurnar 24 og 8, númerin sem Bryant bar á ferlinum, komu við sögu.

Leikmenn Detroit Pistons klæddust búningum merktum Bryant í upphitun fyrir leik liðsins gegn Cleveland Cavaliers.

Í Minnesota var boltanum stillt upp á vítalínuna þar sem Kobe Bryant fór fram úr Michael Jordan í stigaskori í NBA-deildinni.

Eric Gordon skoraði 50 stig í fyrsta skipti á ferlinum þegar Houston Rockets vann góðan útisigur á Utah Jazz, 126:117.

Buddy Hield setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Sacramento Kings sem vann Minnesota Timberwolves í framlengdum leik á útivelli, 133:129.

Luka Doncic skoraði 29 stig og tók 11 fráköst fyrir Dallas Mavericks sem vann Oklahoma City Thunder á útivelli, 107:97. Chris Paul lék ekki með Oklahoma þar sem hann treysti sér ekki til þess vegna andláts Bryants.

Bam Adebayo var með þrefalda tvennu, 20 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar fyrir Miami Heat sem vann Orlando Magic í grannaslag í Flórída, 113:92.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Cleveland 100:115
Miami - Orlando 113:92
Oklahoma City - Dallas 97:107
Chicago - San Antonio 110:109
Minnesota - Sacramento 129:133 (eftir framlengingu)
Utah - Houston 117:126

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert