Mikil spenna í neðri hlutanum

Hörður Axel Vilhjálmsson og samherjar hans í Keflavík höfðu betur …
Hörður Axel Vilhjálmsson og samherjar hans í Keflavík höfðu betur á Hlíðarenda. mbl.is/Hari

Keflavík vann í kvöld öruggan sigur á Val 96:68 í Dominos-deild karla í körfuknattleik en liðin áttust við á Hlíðarenda. 

Leikurinn var liður í 16. umferð deildarinnar og er Keflavík nú tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar en Garðbæingar eiga leik til góða. 

Valur er með 10 stig eins og Grindavík og Þór Akureyri í 9. - 11. sæti deildarinnar og útlit fyrir að baráttan um að halda sæti sínu í deildinni verði hörð en Þór Þorlákshöfn er tveimur stigum fyrir ofan. 

Valur - Keflavík 68:96

Origo-höllin Hlíðarenda, Urvalsdeild karla, 29. janúar 2020.

Gangur leiksins:: 0:10, 7:18, 11:20, 17:25, 17:33, 20:38, 24:45, 29:54, 35:58, 39:60, 45:65, 54:71, 59:77, 62:85, 63:90, 68:96.

Valur: Austin Magnus Bracey 14, Philip B. Alawoya 13/5 fráköst/3 varin skot, Naor Sharabani 12/6 stoðsendingar, Frank Aron Booker 11/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/9 fráköst, Benedikt Blöndal 3, Sigurður Páll Stefánsson 3, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 19, Dominykas Milka 16/7 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 16, Callum Reese Lawson 14, Deane Williams 9/7 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 7/4 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 5, Ágúst Orrason 5, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aðalsteinn Hjartarson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 249

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert