Íslandsmeistari á Hlíðarenda

Finnur Atli Magnússon er genginn til liðs við Valsmenn.
Finnur Atli Magnússon er genginn til liðs við Valsmenn. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleikskappinn Finnur Atli Magnússon er kominn með leikheimild með Val en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í dag. Finnur Atli hefur æft með Valsmönnum undanfarna daga og sótti um félagaskipti frá KR áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum.

Finnur er 34 ára gamall en hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik með KR á nýliðnu tímabili þar sem hann skoraði 7 stig og tók þrjú fráköst. Hann á að baki 19 A-landsleiki en hann varð Íslandsmeistari með KR á síðustu leiktíð en einnig 2011 og 2015. 

Framherjinn er uppalinn í Vesturbænum en lék með Haukum í Hafnarfirði á árunum 2015 til ársins 2018 þar sem hann varð meðal annars deildarmeistari með liðinu. Lék hann einnig um tíma með Snæfelli. 

Finnur er kominn með leikheimild með Valsmönnum og er því löglegur með liðinu gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert