Njarðvíkursigur í naglbít

Chaz Williams sækir að Valsmönnum í Njarðvík í kvöld.
Chaz Williams sækir að Valsmönnum í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvíkingar unnu nauman sigur á baráttuglöðum Valsmönnum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í sautjándu umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 86:76-sigri Njarðvíkur en grípa þurfti til framlengingar til að ná fram úrslitum og þar voru það Njarðvíkingar sem voru sterkari. 

Það var lítið skorað framan af leik og aðeins 29 stig skoruð hjá báðum liðum í fyrri hálfleik.  Þrátt fyrir þessa hægu byrjun varð úr ágætisleikur þar sem Valsmenn börðust hart fyrir sínu allt til loka leiks. Þeir fá vissulega prik fyrir að hætta aldrei og maður sá að menn voru einkar súrir þegar lokaflautið gall. 

Njarðvíkingar voru helst til ryðgaðir í kvöld og þótt þeir myndu aldrei viðurkenna það voru þeir ekki alveg nægilega tilbúnir í þá baráttu sem Valsmenn sýndu.  En Njarðvíkingar eru hins vegar með sterkt lið og þar fór fremstur Mario Matasovic sem átti stórleik með því að skora 24 stig og tók 20 fráköst. 

Hjá Val var það Naor Sharabani sem skoraði 19 stig og var þeirra sterkasti leikmaður þetta kvöldið. Njarðvíkingar hoppa upp í 5. sæti deildarinnar á kostnað KR og eru nú með 20 stig líkt og KR. Valsmenn eru áfram í 11. sæti deildarinnar, fallsæti, með 10 stig, líkt og Þór Akureyri.

Njarðvík - Valur 86:76

Njarðtaks-gryfjan, Úrvalsdeild karla, 3. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 2:0, 6:4, 10:7, 10:11, 16:18, 19:24, 21:27, 29:29, 35:33, 39:37, 50:44, 56:49, 58:54, 62:58, 63:62, 70:70, 75:70, 86:76.

Njarðvík: Mario Matasovic 24/21 fráköst, Chaz Calvaron Williams 22/9 fráköst/7 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 18, Aurimas Majauskas 10/9 fráköst, Logi Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jón Arnór Sverrisson 1.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

Valur: Naor Sharabani 19/4 fráköst/6 stoðsendingar, Philip B. Alawoya 13/12 fráköst, Frank Aron Booker 11/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 7/9 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6, Ragnar Agust Nathanaelsson 6, Illugi Auðunsson 4.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 137

Njarðvík 86:76 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert