Erlendir leikmenn eru í meirihluta

Króatarnir Nikolas Tomsick úr Stjörnunni og Dino Butorac úr Þór …
Króatarnir Nikolas Tomsick úr Stjörnunni og Dino Butorac úr Þór í Þorlákshöfn eigast við. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendir leikmenn í Dominos-deild karla í körfuknattleik eru komnir í meirihluta gagnvart íslenskum leikmönnum ef horft er til þeirra sem spila mest fyrir hvert lið fyrir sig.

Af þeim 72 leikmönnum í liðunum tólf sem mest hafa spilað í vetur eða eru í aðalhlutverki seinni hluta tímabilsins, þar sem taldir eru til sex hjá hverju liði, eru 40 erlendir leikmenn og 32 Íslendingar.

Í hópi þessara 40 erlendu leikmanna eru þrír Bandaríkjamenn sem hafa fengið íslenskt ríkisfang, þeir Collin Pryor og Danero Thomas hjá ÍR og Reggie Dupree hjá Keflavík. Bæði Collin og Danero hafa leikið með íslenska landsliðinu.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert