Toppliðin sluppu með skrekkinn

Helena Sverrisdóttir átti fínan leik fyrir Valskonur í kvöld og …
Helena Sverrisdóttir átti fínan leik fyrir Valskonur í kvöld og skoraði 16 stig. mbl.is/Árni Sæberg

Valskonur lentu í kröppum dansi þegar þær heimsóttu Breiðablik í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Smárann í Kópavogi í nítjándu umferð deildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 87:76-sigri Valskvenna en Blikar leiddu með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 63:62.

Valskonur byrjuðu leikinn betur og leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 26:18. Blikar neituðu að gefast upp og tókst að minnka forskot Íslandsmeistaranna í öðrum leikhluta og Valskonur leiddu því með einu stigi í hálfleik 45:44. Blikar unnu þriðja leikhluta með tveimur stigum, 19:17, en Valur var mun sterkari í fjórða leikhluta þar sem Blikar skoruðu einungis 13 stig.

Kiana Johnson var stigahæst í liði Íslandsmeistaranna með 25 stig, níu stoðsendingar og sex fráköst. Þá skoruðu systurnar Guðbjörg og Helena Sverrisdætur 16 stig hvor. Hjá Breiðabliki fór Danni Williams á kostum og skoraði 40 stig. Valskonur eru áfram í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Breiðablik er í sjöunda sætinu með 4 stig, tveimur stigum meira en Grindavík.

Hildur Björg Kjartansdóttir reyndist Grindvíkingum erfið viðureignar í kvöld.
Hildur Björg Kjartansdóttir reyndist Grindvíkingum erfið viðureignar í kvöld. mbl.is/Hari

Hildur steig upp í Vesturbæ

Þá lenti KR í talsverðu basli þegar botnlið Grindavíkur kom í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ en leiknum lauk með 67:57-sigri KR. Það var lítið skorað í fyrri hálfleik í Vesturbænum en staðan var jöfn í hálfleik, 27:27.

KR byrjaði leikinn betur og leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. Grindavík jafnaði metin í öðrum leikhluta en KR byrjaði seinni hálfleikinn betur. Vesturbæingar leiddu með fimm stigum fyrir fjórða leikhluta og Grindavík tókst ekki að svara í fjórða leikhluta.

Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst KR-inga með 20 stig en Jordan Reynolds skoraði 14 stig fyrir Grindavík og tók tólf fráköst. KR er áfram í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, sex stigum minna en Valskonur, en Grindavík er á botninum með 2 stig.

Þóra Kristín Jónsdóttir og Haukar eru á miklu skriði í …
Þóra Kristín Jónsdóttir og Haukar eru á miklu skriði í Dominos-deild kvenna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir í röð hjá Hafnfirðingum

Haukar unnu sinn fjórða sigur í röð í deildinni þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólm. Leiknum lauk með 84:62-sigri Hauka þar sem Randi Brown skoraði 31 stig. Emese Vida var stigahæst Hólmara með 17 stig og 11 fráköst. Haukar fara með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 26 stig en Snæfell er í sjötta sætinu með 12 stig.

Þá fór Keira Robinson á kostum þegar Skallagrímur vann tíu stiga sigur gegn Keflavík í Borgarnesi. Robinson skoraði 32 stig í leiknum sem lauk með 83:73-sigri Skallagríms. Daniela Wallen var stigahæst Keflvíkinga með 17 stig en Keflavík er komið í fjórða sæti deildarinnar og er með 24 stig. Skallagrímur er í fimmta sætinu með 22 stig, tveimur stigum minna en Keflavík.

Breiðablik - Valur 76:87

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 5. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 2:8, 8:15, 10:22, 18:26, 23:30, 30:32, 39:41, 44:45, 47:49, 51:52, 60:58, 63:62, 63:69, 68:72, 72:76, 76:87.

Breiðablik: Danni L Williams 40/7 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 6, Fanney Lind G. Thomas 5/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/10 fráköst/3 varin skot, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 3/5 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/5 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Micheline Mercelita 17/14 fráköst, Helena Sverrisdóttir 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 65

KR - Grindavík 67:57

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 5. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:0, 7:5, 9:10, 15:10, 19:10, 21:14, 23:19, 27:27, 29:27, 31:29, 31:36, 44:39, 46:42, 55:44, 62:49, 67:57.

KR: Hildur Björg Kjartansdóttir 20/4 fráköst, Sanja Orazovic 18/7 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Alexandra Eva Sverrisdóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 3/8 fráköst/6 stolnir.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík: Jordan Airess Reynolds 14/12 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/6 fráköst, Tania Pierre-Marie 9/7 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 8, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5.

Fráköst: 27 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 60

Snæfell - Haukar 62:84

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 5. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:7, 8:12, 8:14, 12:24, 22:26, 26:28, 34:31, 39:41, 40:47, 46:54, 52:59, 54:67, 54:70, 56:75, 62:79, 62:84.

Snæfell: Emese Vida 17/11 fráköst, Veera Annika Pirttinen 15/4 fráköst, Amarah Kiyana Coleman 11/9 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/10 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Haukar: Randi Keonsha Brown 31/6 fráköst/5 stolnir, Lovísa Björt Henningsdóttir 14/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 12, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5/9 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/6 fráköst/7 stoðsendingar.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jóhann Guðmundsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 67

Skallagrímur - Keflavík 83:73

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 5. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 12:5, 18:9, 25:11, 27:15, 32:20, 39:27, 46:32, 57:34, 59:39, 61:45, 66:49, 70:56, 74:62, 76:63, 78:67, 83:73.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 32/8 fráköst/5 stoðsendingar, Maja Michalska 21/6 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 13/16 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/4 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 8/4 fráköst, Arnina Lena Rúnarsdóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 13, Þóranna Kika Hodge-Carr 13/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 122

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert