Neitar að sætta sig við missinn

Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og dóttur í þyrluslysinu afdrifadríka …
Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og dóttur í þyrluslysinu afdrifadríka þann 26. janúar síðastliðinn. AFP

Vanessa Bryant er að ganga í gegnum afar erfiða tíma en hún missti eiginmann sinn, Kobe Bryant, og þrettán ára dóttur sína, Gigi, í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn. Bryant er á meðal sigursælustu körfuknattleiksleikmanna sögunnar en alls fórust níu í þyrluslysinu í Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

„Mér hefur gengið erfiðlega að koma tilfinningum mínum í orð að undanförnu,“ sagði Vanessa á samfélagsmiðlinum Instagram í dag. „Heilinn neitar að sætta sig við missi Kobes og Gigi. Ég á erfitt með að átta mig á þessu á sama tíma og ég er að reyna að sætta mig við þá staðreynd að Kobe er farinn.

Líkami minn neitar að sætta sig við að ég muni aldrei sjá Gigi aftur. Hvernig á ég að vakna á hverjum morgni þegar dóttir mín fær aldrei það tækifæri aftur! Ég er svo reið því hún átti allt lífið fram undan. Ég veit að ég þarf að vera sterk fyrir hinar þrjár dætur mínar. Ég er reið yfir því að Kobe og Gigi séu farin en þakklát fyrir að hafa Nataliu, Biönku og Capri ennþá hjá mér,“ bætti Bryant við.

View this post on Instagram

I’ve been reluctant to put my feelings into words. My brain refuses to accept that both Kobe and Gigi are gone. I can’t process both at the same time. It’s like I’m trying to process Kobe being gone but my body refuses to accept my Gigi will never come back to me. It feels wrong. Why should I be able to wake up another day when my baby girl isn’t being able to have that opportunity?! I’m so mad. She had so much life to live. Then I realize I need to be strong and be here for my 3 daughters. Mad I’m not with Kobe and Gigi but thankful I’m here with Natalia, Bianka and Capri. I know what I’m feeling is normal. It’s part of the grieving process. I just wanted to share in case there’s anyone out there that’s experienced a loss like this. God I wish they were here and this nightmare would be over. Praying for all of the victims of this horrible tragedy. Please continue to pray for all.

A post shared by Vanessa Bryant 🦋 (@vanessabryant) on Feb 10, 2020 at 11:14am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert