LeBron aðalmaðurinn og Doncic sneri aftur með látum

LeBron James skýtur að körfu Denver í leiknum í nótt …
LeBron James skýtur að körfu Denver í leiknum í nótt og Torrey Craig reynir að stöðva hann. AFP

LeBron James var maðurinn á bak við sautjánda útisigur Los Angeles Lakers í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið sótti Denver Nuggets heim í nótt.

LeBron skoraði öfluga þrefalda tvennu með því að skora 32 stig, eiga 14 stoðsendingar og taka 12 fráköst en lokatölur urðu 120:116 fyrir Lakers. Liðið hefur nú unnið 41 leik af 53 á tímabilinu og er á toppi Vesturdeildarinnar en af þessum sigrum eru 23 á útivelli.

Luka Doncic sneri aftur í lið Dallas Mavericks eftir meiðsli og var fljótur að láta að sér kveða á ný. Hann skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og átti 8 stoðsendingar í sigri liðsins á Sacramento Kings, 130:111.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Atlanta 127:105
Orlando - Detroit 116:112 (framlenging)
New York - Washington 96:114
Indiana - Milwaukee 118:111
Brooklyn - Toronto 101:91
Memphis - Portland 111:104
Minnesota - Charlotte 108:115
Dallas - Sacramento 130:111
Utah - Miami 116:101
Phoenix - Golden State 112:106
Denver - LA Lakers 116:120

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert