Þarf að mæta þeim bestu til að vera bestur

Kiana Johnson úr Val reynir að komast framhjá Hildi Björgu …
Kiana Johnson úr Val reynir að komast framhjá Hildi Björgu Kjartansdóttur í KR. Þær mætast í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kvöld skýrist hvaða lið mætast í úrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Undanúrslitaleikirnir fara þar fram í dag og í kvöld. Nú háttar svo til að fjögur efstu liðin á Íslandsmótinu mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar en slík staða er fremur sjaldgæf.

Tvö efstu liðin mætast í fyrri leik dagsins en það eru Valur og KR en Valur á titil að verja í keppninni. Sex stigum munar á þeim í Dominos-deildinni og Morgunblaðið spjallaði við landsliðskonurnar Guðbjörgu Sverrisdóttur hjá Val og Hildi Björgu Kjartansdóttur hjá KR á blaðamannafundi í vikunni.

Guðbjörg segir að mæta þurfi bestu liðunum á einhverjum tímapunkti í slíkum keppnum.

„Mér líst mjög vel á þetta og það er skemmtilegt að spila svona leiki. Er ekki talað um að maður þurfi að mæta bestu liðunum til að verða bestur?“

Tímamót urðu hjá Val fyrir ári þegar Guðbjörg og samherjar hennar urðu bikarmeistarar. Ekki var það einungis fyrsti bikarmeistaratitill kvennaliðs Vals í körfuknattleik heldur fyrsti stóri sigur kvennaliðs Vals í íþróttinni. Þegar uppi var staðið átti liðið eftir að vinna þrefalt eins og frægt varð. Minningarnar í fyrra kveikja neista hjá leikmönnum Vals í aðdraganda leiksins gegn KR.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert