Martin ekkert með í forkeppninni?

Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín gegn Zalgiris Kaunas …
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín gegn Zalgiris Kaunas í Euroleague. Ljósmynd/EuroLeague

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik þarf að búa sig undir að leika alla forkeppni heimsmeistaramótsins án síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar.

Hann verður fjarri góðu gamni þegar Ísland mætir Kósóvó og Slóvakíu á fimmtudag og sunnudag í tveimur fyrstu leikjum sínum í forkeppninni, og sama er að segja um tvo aðra atvinnumenn, Hauk Helga Pálsson hjá UNICS Kazan í Rússlandi og Elvar Má Friðriksson hjá Borås í Svíþjóð, sem báðir eru meiddir.

Martin er á fullri ferð með Alba Berlín í sterkustu deild Evrópu, Euroleague, og verður í Rússlandi á sama tíma og Ísland spilar gegn Kósóvó í Prishtina á fimmtudaginn kemur. Alba mætir þar Zenit í Pétursborg á sömu stundu. Euroleague er sjálfstæð deild og ótengd FIBA, og leikirnir skarast því oft.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert