Njarðvíkingurinn fyrirliði í stórsigri

Elvar Már Friðriksson er að gera góða hluti í Svíþjóð.
Elvar Már Friðriksson er að gera góða hluti í Svíþjóð.

Borås átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 102:68-útisigur á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Elvar Már Friðriksson átti fínan leik fyrir Borås.

Njarðvíkingurinn, sem var fyrirliði liðsins í kvöld, skoraði 9 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók tvö fráköst á rúmum 23 mínútum spiluðum. 

Borås er í toppsæti deildarinnar með 50 stig, fjórum stigum meira en Luleå. Elvar hefur skorað 16,5 stig, gefið 8 stoðsendingar og tekið 3,1 frákast að meðaltali á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert