Bikar í Borgarnes

Skallagrímur varð bikarmeistari í boltagrein í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar liðið vann KR 66:49 í úrslitaleik Geys­is­bik­ars kvenna í körfuknattleik í Laug­ar­dals­höll­inni í dag.

Lítið var skorað lengi vel í úrslitaleiknum í dag staðan að loknum fyrri hálfleik var 27:24 fyrir Skallagrím en leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik. 

Í síðari hálfleik voru Borgnesingar mun sterkari og náðu tíu stiga forskoti. KR komst aftur inn í leikinn og minnkaði muninn niður í fjögur stig en forskotið fór fljótt upp í tíu stig á ný. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 45:34 og í síðasta leikhlutanum var lítil spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda. 

Borgnesingar hafa beðið síðan 1964 eftir titli en þá varð kvennalið félagsins Íslandsmeistari í körfuknattleik og leikmenn liðsins sem þess áttu kost voru á leiknum í dag. 

Vörn Skallagríms var mjög sterk í dag og lykilmenn liðsins skiluðu sínu. Keira Robinson er illviðráðanleg þegar hún kemst í stuð og skoraði 32 stig í leiknum. Var hún valin maður leiksins af KKÍ. Mathilda Colding-Poulsen skoraði 11 stig og Emilie Sofie Hesseldal 10 stig en þar af 9 í síðari hálfleik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, systir Guðrúnar þjálfara,  skoraði 9 stig en þær systur fögnuðu geysilega þegar sigurinn var í höfn. 

Hittni KR-liðsins var afleit í dag. Liðið hitti úr 20 af 41 þriggja stiga skoti gegn Val í undanúrslitum en í dag var sú hittni 2 af 29. Sveiflurnar verða ekki mikið meiri. Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest með 22 stig fyrir KR. Unnur Tara Jónsdóttir lék einnig ágætlega en margir leikmanna KR léku undir getu í sókn og áttu erfitt uppdráttar gegn vörn Skallagríms. 

KR vann Val 104:99 eft­ir fram­lengd­an leik og mikla spennu á fimmtu­dag en Skalla­grím­ur lagði Hauka að velli í síðari undanúr­slita­leikn­um 86:79.

KR - Skallagrímur 49:66

Laugardalshöll, Bikarkeppni kvenna, 15. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 0:2, 3:5, 5:8, 13:11, 16:13, 19:15, 21:21, 24:27, 24:32, 30:36, 32:42, 34:45, 42:52, 44:57, 45:61, 49:66.

KR: Danielle Victoria Rodriguez 22/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/7 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 7/6 fráköst, Sanja Orozovic 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 3 í sókn.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 32/11 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 11/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 10/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/14 fráköst, Maja Michalska 4/5 fráköst.

Fráköst: 41 í vörn, 1 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 1849

KR 48:66 Skallagrímur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is