Stjarnan líkleg til að vinna aftur

Nick Tomsick og Ingvi Þór Guðmundsson mætast í úrslitaleik Stjörnunnar …
Nick Tomsick og Ingvi Þór Guðmundsson mætast í úrslitaleik Stjörnunnar og Grindavíkur í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Úrslitaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Geysisbikarnum, fer fram í Laugardalshöllinni í dag og hefst kl. 13.30.

Morgunblaðið leitaði til Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, til að spá í spilin. Einar segir að í ljósi frammistöðunnar í vetur sé Stjarnan að sjálfsögðu sigurstrangleg. 

„Stjörnuliðið hefur spilað mjög vel í vetur. Í því ljósi er fátt sem mælir gegn því að það vinni þennan titil ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Frammistaða liðsins í heild sinni hefur verið mjög góð í vetur og ofan á það léku leikmenn Stjörnunnar mjög vel gegn sterku Tindastólsliði í undanúrslitunum í vikunni.

Á hinn bóginn hafa Grindvíkingar átt erfitt uppdráttar í vetur en hafa þó sýnt betri frammistöðu undanfarið. En þeir eru litla liðið í þetta skiptið.“

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert