Stjörnustrákar bikarmeistarar eftir mikla spennu

Bikarmeistarar Stjörnunnar í 10. flokki drengja.
Bikarmeistarar Stjörnunnar í 10. flokki drengja. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Stjarnan varð í gærkvöld bikarmeistari í 10. flokki drengja með því að sigra Breiðablik í hörkuspennandi úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 69:68.

Maður leiksins var valinn Sigurður Rúnar Sigurðsson úr Stjörnunni en hann var með 22 stig og 16 fráköst.

Sigurður Rúnar Sigurðsson, maður leiksins, með verðlaun sín.
Sigurður Rúnar Sigurðsson, maður leiksins, með verðlaun sín. Ljósmynd/KKÍ/Jónas
mbl.is