Fólk virðist ekki læra af reynslunni

Sigur Skallagríms í bikarkeppni kvenna í körfubolta kom mörgum á …
Sigur Skallagríms í bikarkeppni kvenna í körfubolta kom mörgum á óvart. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Ekki veit ég hversu oft ég hef heyrt spekinga fullyrða hitt og þetta fyrir bikarúrslitaleiki í íþróttum. Merkilega oft finnst mönnum eins og varla þurfi að spila leikina því styrkleikamunurinn eigi að vera svo mikill á milli liðanna.

Fólk virðist heldur ekki læra mjög af reynslunni. Engu skiptir þótt oft hafi orðið óvænt úrslit í bikarúrslitum. Hversu margir fullyrtu til dæmis að formsatriði yrði fyrir firnasterkt lið KR að vinna Stjörnuna árið 2009?

Í kvennaflokki var fullyrt að undanúrslitaleikur Vals og KR væri úrslitaleikurinn. Sem er stórundarlegt þar sem hin liðin sem um var að ræða eru í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Bikarúrslitaleikir eru sérstakir viðburðir og þar gilda önnur lögmál en í hefðbundnum deildarleikjum. Mjög erfitt er að lesa í það fyrir fram hvernig leikmenn bregðast við slíku andrúmslofti. Spennustigið eru miklu hærra en í venjulegum leikjum, umgjörðin allt önnur og leikið á hlutlausum velli.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »