LeBron fer hamförum

LeBron James hefur átt drjúgan þátt í velgengni Los Angeles …
LeBron James hefur átt drjúgan þátt í velgengni Los Angeles Lakers í vetur. AFP

Í upphafi keppnistímabilsins lýsti undirritaður þeirri skoðun á þessum síðum að Milwaukee Bucks og Philadelphia 76ers yrðu sjálfsagt í toppslagnum í Austurdeildinni og að Los Angeles Clippers og Denver Nuggets væru líklegust til afreka í Vesturdeildinni.

Í sama pistli gerði ég stólpagrín að möguleikum Los Angeles Lakers, þar sem ég gat ekki séð fyrir mér að LeBron James yrði eins sprækur og raunin hefur orðið.

Vesturdeildin er að venju með flest af sterkustu liðunum í deildinni og þar eru allavega þrjú lið sem besta möguleika hafa á því að komast í lokaúrslit NBA og tvö önnur sem gætu sett strik í reikninginn í úrslitakeppninni.

Los Angeles Lakers hefur komið á óvart það sem af er. LeBron James hefur hreint út sagt verið frábær það sem af er deildakeppninni og er án efa nú leikmaður ársins (MVP) vegna þess hlutverks sem hann leikur hjá liðinu. Hann skorar þegar hann þarf (25 stig að meðaltali), rekur oft knöttinn upp völlinn til að setja upp leikkerfin, og er síðan ötull að senda stoðsendingar á samherja þegar hann er tvívaldaður. James er nú efstur allra í stoðsendingum með um ellefu að meðaltali, meira en allir bestu leikstjórnendur deildarinnar. Hann er einnig oft grimmur í fráköstum, sérstaklega seint í leikjum.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert