Nýkrýndir bikarmeistarar töpuðu með 66 stiga mun

Kiana Johnson úr Val og Gunnhildur Lind Hansdóttir, Skallagrími, eigast …
Kiana Johnson úr Val og Gunnhildur Lind Hansdóttir, Skallagrími, eigast við í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Vals unnu einstaklega sannfærandi 107:41-sigur á Skallagrími á heimavelli er liðin mættust í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 

Skallagrímur stóð í Val rétt í byrjun en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 28:14. Valur skoraði svo 54 stig gegn aðeins 17 í öðrum og þriðja leikhluta og var fjórði leikhlutinn formsatriði. 

Helena Sverrisdóttir átti stórleik hjá Val og skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Kiana Johnson skoraði 16 stig og Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 14. 

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Gunnhildur Lind Hansdóttir gerði 12 stig, en Skallagrímur lék án sterkra atvinnumanna því Keira Robinson, Emilie Hesseldal og Maja Michalska voru ekki með liðinu í kvöld.

Valur er í toppsætinu með 38 stig á meðan Skallagrímur er í fjórða sæti með 24 stig. 

Valur - Skallagrímur 107:41

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 19. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 2:4, 8:9, 15:11, 28:14, 34:17, 40:20, 48:22, 52:22, 59:22, 69:27, 77:29, 82:31, 95:31, 97:37, 103:39, 107:41.

Valur: Helena Sverrisdóttir 27/5 fráköst, Kiana Johnson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12, Kristín María Matthíasdóttir 7, Micheline Mercelita 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Lea Gunnarsdóttir 3.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/9 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 12/6 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 6, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 4, Mathilde Colding-Poulsen 2/4 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert