Farinn frá Tindastól

Gunnar Ólafsson og Gerel Simmons í leik Stjörnunnar og Tindastóls.
Gunnar Ólafsson og Gerel Simmons í leik Stjörnunnar og Tindastóls. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Gerel Simmons er ekki lengur leikmaður Tindastóls og leitar sér nú að nýju félagi en það er karfan.is sem greinir frá þessu.

Simmons gekk til liðs við Tindastól síðasta sumar og hefur leikið með liðinu á Íslandsmótinu, Dominos-deildinni, í vetur. Hann skoraði að meðaltali 17,3 stig í þeim 18 leikjum sem hann spilaði en hann lék í Búlgaríu áður en hann kom til Íslands og hefur þar áður spilað bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Tindastóll var með tvo bandaríska leikmenn, Simmons og Deremy Geiger, og gat aðeins verið með annan þeirra í einu inni á vellinum. Simmons hafði fengið mun færri mínútur en landi sinn í leikjum liðsins að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert