Fyrsti landsleikur Kára í 17 mánuði

Kári Jónsson
Kári Jónsson Ljósmynd/FIBA

Hafnfirðingurinn Kári Jónsson mun í kvöld leika fyrsta landsleik sinn í eitt og hálft ár þegar Ísland mætir Kósóvó í forkeppni HM í körfuknattleik eins og fjallað er um í greininni hér fyrir ofan.

Kári lék síðast gegn Portúgal síðsumars 2018 en eftir það tóku við aðgerðir á hásin og fjarvera vegna þeirra. „Ég er virkilega spenntur og finnst svakalega skemmtilegt að fara í landsliðstreyjuna aftur og að vera kominn yfirhöfuð út á völl á ný. Ég ætla að njóta þess,“ sagði Kári þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær þar sem hann var í rútu á leið á æfingu.

Miklar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu og ofan á það bætist að nú eru einnig mikil forföll. Kári leynir því ekki að erfitt sé að segja til um hversu fljótir menn verða að finna taktinn á vellinum. „Það gæti pottþétt tekið tíma. Margar breytingar hafa orðið á hópnum og stuttur tími til undirbúnings. En við þekkjum hins vegar vel hver til annars og þekkjum styrkleikana og veikleikana. Við vitum hvernig við viljum spila og við verðum bara að hafa gaman af þessu. Vonandi náum við í stigin.“

Erfitt að lesa andstæðinginn

Kósóvó er að sumu leyti svolítið sérstakur andstæðingur að mæta. Tiltölulega stutt er síðan ríkið fór að tefla fram eigin liðum eftir að það lýsti yfir sjálfstæði árið 2008. Landsliðin eru þar af leiðandi skammt á veg komin í uppbyggingu sinni en á móti kemur að þekkingin á íþróttinni og boltagreinum almennt er geysilega mikil á þessum slóðum.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert