Naumt tap í fyrsta leik í Kósóvó

Sigtryggur Arnar Björnsson með boltann í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson með boltann í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 78:80-tap fyrir Kósóvó á útivelli í fyrsta leik liðsins í forkeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Kósóvó raðaði inn þriggja stiga körfum í seinni hálfleik sem varð íslenska liðinu að lokum að falli. 

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði þrist í byrjun leiks en eftir það tók Kósóvó völdin og var með 6-11 stiga forskot út fyrsta leikhluta og framan af í öðrum leikhluta. Þá tók íslenska liðið við sér og fór að hitta betur og spila töluvert betri vörn. 

Tryggvi Snær hitti betur undir körfunni, Sigtryggur Arnar datt í gang og Kári Jónsson skoraði flottar körfur. Að lokum munaði aðeins einu stigi á liðunum í hálfleik, 35:34. 

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði þrjú fyrstu stig seinni hálfleiksins og kom Íslandi í 37:35, en þá fóru heimamenn að hitta ótrúlega vel fyrir utan þriggja stiga línuna og voru þeir því yfir eftir þriðja leikhluta, 60:57. 

Ísland komst yfir snemma í fjórða leikhlutanum, 61:60, en Kósóvó svaraði með þriggja stiga og komst í 63:61. Í kjölfarið komst Kósóvó í 71:66 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Íslenska liðið náði að minnka muninn undir lokin, en Kósóvó hélt út. 

Kári Jónsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig, Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 20 og Tryggi Snær Hlinason skoraði 16. 

Ísland mætir Slóvakíu í öðrum leik sínum í riðlinum næstkomandi sunnudag en Slóvakía vann Lúxemborg á heimavelli í kvöld, 73:65. 

Leikmannahópur Íslands: 
Breki Gylfa­son, Hauk­um
Gunn­ar Ólafs­son, Stjörn­unni
Hjálm­ar Stef­áns­son, Hauk­um
Hörður Axel Vil­hjálms­son, Kefla­vík
Kári Jóns­son, Hauk­um
Krist­inn Páls­son, Njarðvík
Pét­ur Rún­ar Birg­is­son, Tinda­stóli
Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son, Grinda­vík
Tóm­as Þórður Hilm­ars­son, Stjörn­unni
Tryggvi Snær Hlina­son, Zaragoza
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Ragnar Nathana­els­son, Val

Kósóvó 80:78 Ísland opna loka
99. mín. skorar
mbl.is