Segja að Martin hafi borið af í Pétursborg

Martin Hermannsson með boltann í leiknum í kvöld.
Martin Hermannsson með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Euroleague

Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í sigurleik Alba Berlín gegn Zenit Pétursborg í Rússlandi í kvöld í Evrópudeildinni, Euroleague, en Alba vann þar góðan sigur, 83:81, eins og fram kom fyrr í kvöld.

Morgenpost.de segir í umfjöllun sinni um leikinn að Martin hafi borið af í liði Alba, hafi staðið upp úr í baráttuglöðu liði nýkrýndu bikarmeistaranna, enda  var hann stigahæstur með 24 stig, fjórtán þeirra í fyrri hálfleik, og með flestar stoðsendingar allra, sjö talsins.

Afrek Alba er sagt mikið vegna þess hve marga leikmenn vantaði en fimm voru fjarverandi vegna meiðsla. „Ég er stoltur af liðinu, það eru svo margir meiddir,“ segir Martin við Morgenpost.de.

mbl.is