Höttur sterkari í toppslagnum

Höttur hafði betur í toppslagnum.
Höttur hafði betur í toppslagnum. Ljósmynd/Haraldur Jónasson / Hari

Höttur vann sterkan 93:81-sigur á Breiðabliki í toppslag 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Höttur vann fyrsta leikhlutann 25:14 og hélt forskotinu út allan leikinn. 

Matej Karlovic skoraði 25 stig fyrir Hött og Dinu Stipcic gerði 19. Árni Elmar Hrafnsson kom sterkur af bekknum hjá Breiðabliki og skoraði 23 stig. Larry Thomas bætti við 18.

Höttur er í toppsætinu með 34 stig, eins og Hamar, fjórum stigum á undan Breiðabliki. Hvergerðingar unnu sannfærandi 108:79-heimasigur á Snæfelli. Þar með er orðið ljóst að Höttur og Hamar heyja einvígi á lokasprettinum um hvort liðið fer beint upp í úrvalsdeildina. Þau mætast í Hveragerðinni í lokaumferðinni og þar gæti orðið um hreinan úrslitaleik að ræða.

Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 24 stig fyrir Hamar og þeir Pálmi Geir Jónsson og Björn Ásgeir Ásgeirsson skoruðu 22 stig hvor. Ísak Örn Baldursson skoraði 20 fyrir Snæfell. 

mbl.is