Ægir og Pavel með gegn Slóvökum

Ægir Þór Steinarsson kemur inn í landsliðið á ný gegn …
Ægir Þór Steinarsson kemur inn í landsliðið á ný gegn Slóvakíu. mbl.is/Hari

Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni og Pavel Ermolinskij úr Val verða með íslenska landsliðinu í körfuknattleik annað kvöld þegar það mætir Slóvakíu í forkeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöllinni.

Þeir áttu að fara með til Kósóvó í leikinn þar á fimmtudaginn en drógu sig báðir út úr hópnum af persónulegum ástæðum. Þeir koma aftur inn í hann í stað Haukamannanna Hjálmars Stefánssonar og Breka Gylfasonar.

mbl.is