Leik frestað vegna veikinda

Lið Skallagríms varð bikarmeistari um liðna helgi.
Lið Skallagríms varð bikarmeistari um liðna helgi. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Búið er að fresta leik Hauka og Skallagríms í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik vegna veikinda sem herja á leikmannahóp Skallagríms.

Mótanefnd KKÍ frestaði leiknum til sunnudagsins 1. mars kl. 17:00 á Ásvöllum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Lið Skallagríms, sem varð bikarmeistari um síðustu helgi, tapaði með 66 stigum gegn Val á miðvikudaginn sl. en þá vantaði í liðið þær Keira Robinson, Emile Sofie Hesseldal og Maja Michalska.

mbl.is