Snæfell gerði góða ferð í Kópavoginn

Snæfell vann góðan sigur á Breiðabliki.
Snæfell vann góðan sigur á Breiðabliki. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Rútuferð Snæfellinga heim í Stykkishólm verður ljúf eftir 91:77-sigur á Breiðabliki á útivelli í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. 

Staðan í hálfleik var 43:38, Snæfelli í vil, og náðu gestirnir mest 20 stiga forskoti í seinni hálfleik. Að lokum skildu 14 stig liðin að. 

Amarah Coleman skoraði 30 stig fyrir Snæfell og Emese Vida skoraði 14 og tók 13 fráköst. Danni Williams skoraði 38 stig fyrir Breiðablik og tók níu fráköst. 

Snæfell er í sjötta sæti með 14 stig og Breiðablik í sætinu fyrir neðan með sex stig, tveimur stigum meira en botnlið Grindavíkur. 

Breiðablik - Snæfell 77:91

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 22. febrúar 2020.

Gangur leiksins:: 4:7, 9:9, 13:15, 24:22, 28:30, 30:34, 35:37, 38:43, 42:47, 46:51, 50:58, 56:64, 61:69, 64:77, 69:89, 77:91.

Breiðablik: Danni L Williams 38/9 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 11/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 6/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 3, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Amarah Kiyana Coleman 30/5 fráköst, Emese Vida 14/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12/6 fráköst, Veera Annika Pirttinen 11/4 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert