Studdi Snæfell til sigurs 6 vikum eftir slys

Körfuknattleiksdeild Snæfells birti mynd af Berglindi ásamt Snæfellsliðinu eftir leikinn …
Körfuknattleiksdeild Snæfells birti mynd af Berglindi ásamt Snæfellsliðinu eftir leikinn í kvöld, þar sem Snæfellskonur lögðu Breiðablik 91:77. Ljósmynd/Körfuknattleiksdeild Snæfells

Körfuknattleikskonan Berglind Gunnarsdóttir, sem slasaðist alvarlega í rútuslysi 10. janúar síðastliðinn, studdi lið sitt til sigurs í Kópavogi í dag.

Körfuknattleiksdeild Snæfells birti mynd af Berglindi ásamt Snæfellsliðinu eftir leikinn í kvöld, þar sem Snæfellskonur lögðu Breiðablik 91:77.

Í færslu körfuknattleiksdeildarinnar segir að heimsókn Berglindar á leikinn hafi verið mikilvægt skref og að gott hafi verið fyrir hópinn að finna fyrir kraftinum og samkenndinni.

„Við erum endalaust stolt af Berglindi okkar og hennar fjölskyldu - krafturinn sem við fengum frá þeim var stórkostlegur! Við höldum áfram að berjast fyrir ykkur!“

mbl.is