Þeir bestu eiga alltaf að vera til taks

Flestar íþróttahreyfingar virðast dansa í nokkrum takti nema körfuboltinn.
Flestar íþróttahreyfingar virðast dansa í nokkrum takti nema körfuboltinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er eitthvað svo galið að hugsa til þess að landslið séu ekki alltaf skipuð bestu leikmönnunum sem völ er á. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í umspili um laust sæti á lokakeppni EM 2020 í lok mars á Laugardalsvelli.

Það yrði ansi steikt ef Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fengju ekki leyfi frá félagsliðum sínum til þess að taka þátt í leiknum.

Það væri enn þá steiktara ef aðrir atvinnumenn liðsins fengju ekki heldur leyfi til þess að taka þátt í leiknum og að endingu kæmi það í hlut bestu leikmanna Pepsi Max-deildarinnar að halda uppi heiðri Íslands í leiknum. Hvað myndi handboltalandsliðið okkar gera ef leikmenn sem spila í Meistaradeildinni fengju ekki að taka þátt í undankeppni EM?

Þetta hljómar fráleitt en svona er þetta í körfuboltanum. Leikmenn sem spila með liðum sem eru annaðhvort í Evrópudeildinni eða Evrópubikarnum fá ekki leyfi til þess að taka þátt í landsliðsverkefnum og þannig hefur það verið lengi. Evrópskir leikmenn sem spila í NBA-deildinni fá ekki leyfi til þess að fljúga heim í landsliðsverkefni en það er kannski skiljanlegra, enda leikaálagið gríðarlegt í NBA-deildinni.

Sjá Bakvörðinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert