Sannfærandi sigur á Slóvökum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sinn fyrsta sigur í forkeppni HM 2023 í kvöld er liðið lagði Slóvakíu á heimavelli 83:74. Ísland er nú með þrjú stig, eins og Slóvakía. Kósóvó er í toppsætinu með fjögur stig og Lúxemborg er með tvö stig á botninum. Tvö efstu liðin fara áfram í næstu forkeppni.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 12:12, þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Ísland náði fínum kafla í lok leikhlutans og var staðan eftir hann 17:14, Íslandi í vil. Ísland byrjaði annan leikhlutann vel og náði snemma átta stiga forskoti, 32:24. Slóvakar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á leikhlutann, en Ísland náði góðum endaspretti og var staðan í hálfleik því 43:34

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði þriggja stiga körfu í upphafi seinni hálfleiks og kom Íslandi tólf stigum yfir, 46:34. Þá skoraði Slóvakía níu stig í röð og breytti stöðunni í 46:43. Ísland svaraði með áhlaupi á móti og var staðan 53:45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Sá munur hélst til loka leikhlutans og var staðan 63:54 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Ísland byrjaði fjórða leikhlutann vel og náði snemma 14 stiga forskoti, 68:54. Ísland hélt áfram að spila vel og þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var staðan 71:56. Slóvakía var ekki líkleg til að jafna eftir það og sigur Íslands var sannfærandi þegar upp var staðið. 

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 26 stig, tók 17 fráköst og varði 8 skot hjá Íslandi. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 16 stig og Kári Jónsson gerði 15 stig. Pavel Ermolinskij gaf 11 stoðsendingar. 

Næsti leikur Íslands í keppninni er á heimavelli gegn Lúxemborg 26. nóvember.

Leik­manna­hóp­ur Íslands: 
Pavel Ermolinskij, Val
Gunn­ar Ólafs­son, Stjörn­unni
Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni
Hörður Axel Vil­hjálms­son, Kefla­vík
Kári Jóns­son, Hauk­um
Krist­inn Páls­son, Njarðvík
Pét­ur Rún­ar Birg­is­son, Tinda­stóli
Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son, Grinda­vík
Tóm­as Þórður Hilm­ars­son, Stjörn­unni
Tryggvi Snær Hlina­son, Zaragoza
Ólaf­ur Ólafs­son, Grinda­vík
Ragn­ar Nath­ana­els­son, Val

Ísland 83:74 Slóvakía opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert