Tvöföld tvenna í naumum sigri

Anthony Davis átti stórleik fyrir Los Angeles Lakers í nótt.
Anthony Davis átti stórleik fyrir Los Angeles Lakers í nótt. AFP

Anthony Davis fór á kostum fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið vann tveggja stiga sigur gegn Boston Celtics í Los Angeles í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Leiknum lauk með 114:112-sigri Lakers en Davis skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst í leiknum. Davis setti niður vítaskot þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og kom sínu liði tveimur stigum yfir.

Jayson Tatum freistaði þess að jafna metin fyrir Boston en hann fékk dæmt á sig sóknarbrot þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og leiktíminn fjaraði út eftir það. Tatum var stigahæstur í liði Boston með 41 stig en liðið er í þriðja sæti Austurdeildarinnar með 39 sigra. Lakers er hins vegar í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 43 sigra.

Þá heldur New Orleans Pelicans áfram að vinna körfuboltaleiki með nýliðan Zion Williamson fremstan í flokki. New Orleans lagði Golden State Warriors að velli á útivelli, 115:101, en Williamson skoraði 28 stig í leiknum og tók sjö fráköst. Pelicans eru í tíunda sæti Vesturdeildarinnar með 25 sigra en Golden State er á botni Vesturdeildarinnar með tólf sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Boston Celtics 112:114 Los Angeles Lakers
Toronto Raptos 127:81 Indiana Pacers
Denver Nuggets 128:116 Minnesota Timberwolves
Chicago Bulls 126:117 Washington Wizards
Oklahoma City Thunder 131:103 San Antonio Spurs
Golden State Warriors 101:115 New Orleans Pelicans
Portland Trail Blazers 107:104 Detroit Pistons

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert