Stórstjörnur Houston héldu uppteknum hætti

Russell Westbrook var stigahæstur Houston-manna með 33 stig.
Russell Westbrook var stigahæstur Houston-manna með 33 stig. AFP

Þeir James Harden og Russell Westbrook, leikmenn Houston Rockets í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, áttu báðir enn einn stórleikinn í nótt þegar liðið fékk Memphis Grizzlies í heimsókn. Leiknum lauk með 140:112-sigri Houston en Westbrook var stigahæstur í liði Houston með 33 stig og Harden skoraði 30 stig.

Þá tók Westbrook níu fráköst og gaf átta stoðsendingar og Harden tók sjö fráköst. Sigur Houston var aldrei í hættu en þeir leiddu 73:57 í hálfleik. Houston er áfram í fjórða sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra, sex sigrum minna en topplið Los Angeles Lakers og einum sigri minna en Los Angeles Clippers sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.

Þá skoraði Kawhi Leonard 24 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Los Angeles Clippers þegar liðið vann 102:92-útisigur gegn Phoenix Suns í Phoenix. Paul George, hin stórstjarna Clippers, lét hins vegar lítið fyrir sér fara í leiknum og skoraði aðeins 11 stig, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar.

Úrslit næturinnar í NBA:

Charlotte Hornets 107:101 New York Knicks
Cleveland Cavaliers 108:94 Philadelphia 76ers
Washington Wizards 110:106 Brooklyn Nets
Atlanta Hawks 120:130 Orlando Magic
Miami Heat 126:129 Minnesota Timberwolves
Houston Rockets 140:112 Memphis Grizzlies
San Antonio Spurs 103:109 Dallas Mavericks
Phoenix Suns 92:102 LA Clippers
Utah Jazz 103:114 Boston Celtics

Kawhi Leonard skilaði tvöfaldri tvennu fyrir LA Clippers í nótt.
Kawhi Leonard skilaði tvöfaldri tvennu fyrir LA Clippers í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert