Höttur einn í toppsætinu

Höttur er einn á toppnum.
Höttur er einn á toppnum. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur náði í kvöld tveggja stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í körfubolta með 89:71-útisigri á Snæfelli. Á sama tíma tapaði Hamar á móti Vestra á útivelli, 79:90, en Höttur og Hamar voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leikinn. 

Staðan hjá Hetti og Snæfelli var jöfn í hálfleik, 39:39, en gestirnir frá Egilstöðum voru miklu sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur. Dino Stipcic skoraði 27 stig fyrir Hött og Brandon Cataldo skoraði 20 fyrir Snæfell. 

Hamar var með 44:39-forskot í hálfleik gegn Vestra, en heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og tryggðu sér óvæntan sigur. 

Nebojsa Knezevic skoraði 26 stig fyrir Vestra og gaf tíu stoðsendingar. Everage Richardsson skoraði 20 fyrir Hamar og tók 10 fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert