Tíundi sigurinn í röð var dramatískur

Elvar Már Friðriksson var fyrirliði í dramatískum sigri.
Elvar Már Friðriksson var fyrirliði í dramatískum sigri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson var fyrirliði Borås í naumum 103:102-heimasigri á Wetterbygden í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Marcus Tyus skoraði sigurkörfu Borås með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út, sannkölluð flautukarfa. 

Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda, en Wetterbygden náði mest ellefu stiga forskoti. Borås neitaði hins vegar að gefast upp og tryggði sér sinn tíunda sigur í röð í deildinni. 

Elvar átti góðan leik fyrir Borås og skoraði 19 stig, gaf átta stoðsendingar og tók tvö fráköst á 28 mínútum. Borås er í toppsæti deildarinnar með 52 stig, sex stigum á undan Luleå sem er í öðru sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert