Sá fyrsti í næstum 20 ár

Zion Williamson.
Zion Williamson. AFP

New Orleans Pelicans er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir 116:104-sigur á Cleveland Cavaliers í nótt. Nýliðinn Zion Williams heldur áfram að vekja athygli en hann hefur nú skorað yfir 20 stig í tíu leikjum í röð.

New Orleans, sem fór nokkuð hægt af stað í vetur, er nú búið að vinna sex af síðustu tíu leikjum sínum og er tveimur sigrum frá Memphis Grizzlies og sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Brandon Ingram var stigahæstur heimamanna með 29 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst en Zion Williams átti einnig afbragðsleik, skoraði 24 stig og tók þrjú fráköst. Hann er nú búinn að skora yfir 20 stig í tíu leikjum í röð og er fyrsti nýliðinn til að gera það síðan 2001.

Þá heldur lið Milwaukee Bucks áfram að vera óstöðvandi og vann 133:86-stórsigur á Oklahoma City Thunder á heimavelli. Liðið er langefst í Austurdeildinni með 51 sigur í 59 leikjum og hefur nú unnið fimm í röð. Giannis Antetokounmpo skoraði 32 stig fyrir Milwaukee og tók 13 fráköst en hann skoraði helmingi meira en næstu liðsfélagar.

Úrslitin í nótt
Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 136:125
Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 141:118
Toronto Raptors - Charlotte Hornets 96:99
Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 101:104
Miami Heat - Dallas Mavericks 126:118
Milwaukee Bucks - Oklahoma City Thunder 133:86
New Orleans Pelicans - Cleveland Cavaliers 116:104
Phoenix Suns - Detroit Pistons 111:113
Utah Jazz - Washington Wizard 129:119
Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 132:103

mbl.is