Hættur hjá Blikum vegna óvissuástandsins

Pétur Ingvarsson
Pétur Ingvarsson mbl.is/Hari

Pétur Ingvarsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks í körfuknattleik sem leikur í 1. deild. 

Pétur var með samning við Breiðablik fram á sumarið en samstarfinu hefur nú verið slitið samkvæmt því sem fram kemur hjá körfuknattleiksdeild félagsins á Facebook. 

Ekki er ljóst hver tekur við liði Breiðabliks sem var í toppbaráttunni í 1. deildinni í vetur. Höttur var í efsta sæti þegar tímabilið var blásið af og mun að óbreyttu leika í efstu deild á næsta tímabili í stað Fjölnis sem féll. Breiðablik var fjórum stigum á eftir Hetti í 3. sæti. 

Í tilkynningunni er tekið skýrt fram að stjórn deildarinnar sé ánægð með störf Péturs en vegna óvissunnar sem fylgir heimsfaraldrinum þá treysti stjórnin sér ekki til að gera nýjan samning við Pétur. Óljóst sé hvernig eigi eftir að ganga að afla tekna fyrir næsta tímabil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert