Reynslubolti hættir í Þorlákshöfn

Friðrik Ingi er hættur með Þór Þorlákshöfn.
Friðrik Ingi er hættur með Þór Þorlákshöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar og Friðrik Ingi Rúnarsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu. Hafnarfréttir greindu frá. 

Friðrik tók við þjálfun Þórs af Baldri Þór Ragnarssyni fyrir tímabilið og var liðið í níunda sæti Dominos-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirunnar. 

Friðrik Ingi er 52 ára gam­all Njarðvík­ing­ur og þrautreynd­ur þjálf­ari. Hef­ur hann unnið titla með Njarðvík og Grinda­vík auk þess að þjálfa ís­lenska landsliðið. Hann stýrði Kefla­vík frá 2016 til 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert