Áhuginn og viljinn enn til staðar

Friðrik Ingi Rúnarsson.
Friðrik Ingi Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrautreyndi körfuboltaþjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson hætti sem þjálfari Þórs í Þorlákshöfn eftir að hafa komist að samkomulagi við félagið um að slíta samstarfinu vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu.

Öllu mótshaldi hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á samfélagið og sagði Friðrik þessa ákvörðun hafa verið besta fyrir báða aðila þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

„Það er ákveðin óvissa á svo mörgum vígstöðum og þetta var best fyrir báða aðila, að fara í sitthvora áttina. Mörg lið eru í viðræðum við leikmenn og þjálfara, á sumum stöðum finna menn leiðir og á öðrum stöðum fara menn í sitthvora áttina. Hjá mér og Þór var allt gert í sátt og samlyndi,“ sagði Friðrik en hann er 52 ára, þrautreyndur þjálfari sem hefur hug á að halda áfram þjálfun á næstu leiktíð.

„Þetta er náttúrlega ekki bara í mínum höndum. Frá mér þarf að koma áhuginn og viljinn og hann er til staðar. Síðan verðum við bara að sjá hvernig landið verður í sumar og hvort einhver lið verða í einhverjum pælingum. Ég er ekkert hættur að þjálfa.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert