Framarar rétta ÍR-ingum hjálparhönd

Fram er ríkjandi bikarmeistari.
Fram er ríkjandi bikarmeistari. mbl.is/Íris

Handknattleiksdeild ÍR greindi frá því í síðustu viku að hún ætlaði draga kvennalið sitt úr keppni í sparnaðarskyni vegna þess höggs sem kórónuveiran veldur.

Bikarmeistarar Fram hafa boðist til að mæta ÍR í fjáröflunarleik til að aðstoða við að fjármagna næsta vetur hjá kvennaliði félagsins.

Leikurinn getur farið fram í haust þegar samkomubanni hefur verið aflétt og útséð er með hvernig núverandi deildarkeppni fer fram,“ segir m.a í yfirlýsingu frá félaginu. ÍR hefur undanfarin ár leikið í næstefstu deild. 

Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá að Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, býður krafta Stjörnukvenna í leiknum. 

 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert