Ekki eins og ég ímyndaði mér

Jakob Örn Sigurðarson er samningslaus og gæti nú lagt skóna …
Jakob Örn Sigurðarson er samningslaus og gæti nú lagt skóna á hilluna. mbl.is/Hari

„Samningurinn minn er búinn. Hann var út tímabilið og tímabilið er auðvitað búið, þannig að ég er samningslaus,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Morgunblaðið.

Jakob gekk í raðir KR fyrir tímabilið eftir áratug með Borås og Sundsvall í Svíþjóð. Hann er óviss með framhaldið hjá sér og hvað tekur við á meðan óvissa ríkir í samfélaginu.

„Það er allt í biðstöðu hjá öllum og deildinni. Ég er aðeins að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er rosalegt högg fjárhagslega fyrir marga klúbba og þeir eru að reyna að komast í gegnum þennan tíma áður en þeir fara að huga að næsta tímabili. Maður er í sömu stöðu sjálfur,“ sagði Jakob.

Jakob, sem verður 38 ára næstkomandi laugardag, útilokar ekki að leggja skóna á hilluna á þessum tímapunkti, en hann hefur ekki tekið ákvörðun enn. „Ég er opinn fyrir því að halda áfram en hvort ég mun spila eða hvar er eitthvað sem ég hef ekki tekið ákvörðun um enn þá. Ég er alveg rólegur eins og er,“ sagði Jakob, sem lék sinn síðasta landsleik fyrir tveimur árum. Hann var að glíma við bakmeiðsli í lok síðasta árs, en segist við góða heilsu nú.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert