Úrslit Meistaradeildarinnar gætu ráðist í október

Tryggvi Snær Hlinason er leikmaður Zaragoza á Spáni.
Tryggvi Snær Hlinason er leikmaður Zaragoza á Spáni. Ljósmynd/FIBA

Úrslit Meistaradeildarinnar í körfuknattleik gætu ráðust í lok september á þessu ári en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem forráðamenn deildarinnar sendu frá sér í dag. Deildin hefur verið í dvala eftir að kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í Evrópu en nú á að stefna að því að klára keppnina í lok september eða byrjun október.

Úrslitikeppni deildarinnar hófst í mars og til stóð að ljúka henni í maí. Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og liðsfélagar hans í spænska liðinu Zaragoza eru komnir áfram í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir annaðhvort Oostende eða Tenerife.

Fyrirkomulag úrslitakeppninnar í lok september eða byrjun október verður á þann hátt að allir leikirnir verða leiknir sama stað. Leikstaður fyrir úrslitakeppnina hefur ekki ennþá verið ákveðinn en gera má ráð fyrir því að ákveðinn hraðmótsstíll verði á þessum lokaleikjum Meistararadeildarinnar á tímabilnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert