Táningur að kaupa körfuboltafélag

LaMelo Ball er gríðarlega efnilegur.
LaMelo Ball er gríðarlega efnilegur. AFP

Hinn 18 ára gamli LaMelo Ball er ásamt umboðsmanni sínum Jermaine Jackson að ganga frá kaupum á ástralska körfuknattleiksfélaginu Illawarra Hawks. LaMelo lék með liðinu á leiktíðinni, en hann ætlar í nýliðaval NBA fyrir næsta tímabil. 

LaMelo er bróðir Lonzos Balls, sem leikur með New Orleans Pelicans og áður Los Angeles Lakers. LaMelo hafði spilað í Ástralíu, þar sem hann var ekki nægilega gamall til að taka þátt í nýliðavali NBA fyrr en nú. 

Búist er við að LeMelo verði valinn snemma í nýliðavalinu, en hann þykir gríðarlega efnilegur. Sleppti hann háskólaboltanum til að fara beint í NBA. 

mbl.is