Verður áfram hjá Vestra

Pétur Már Sigurðsson
Pétur Már Sigurðsson mbl.is/Eggert

Pét­ur Már Sig­urðsson verður áfram þjálfari Vestra í körfuknattleik karla og mun því aftur stýra liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Pétur kom til liðs við Vestra fyrir nýliðna leiktíð og hafði gengi liðsins verið ágætt. Vestri var búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild áður en mótinu var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Pét­ur er reyndur þjálf­ari en hann hef­ur meðal ann­ars þjálfað lið á borð við Skalla­grím og Fjölni á ferli sín­um. Hann stýrði kvennaliði Stjörnunnar í úrvalsdeild áður en hann tók við Vestra.

mbl.is