Andlát: Jerry Sloan

Jerry Sloan á hliðarlínunni.
Jerry Sloan á hliðarlínunni. AP

Jerry Sloan fyrrverandi leikmaður og þjálfari í NBA-deildinni í körfuknattleik er látinn 78 ára að aldri. 

Sloan er í hópi sigursælustu þjálfara í sögu NBA ef horft er til fjölda sigurleikja en hann stýrði Chicago Bulls og Utah Jazz 1,223 sinnum til sigurs. Er hann þriðji á þeim lista. 

Sloan fór tvívegis með Utah-liðið í úrslit NBA en tapaði í bæði skiptin fyrir Chicago Bulls, 1997 og 1998. Alls komst Utah tuttugu sinnum í úrslitakeppnina undir hans stjórn á þeim 23 árum sem hann stýrði liðinu. Þegar Sloan sagði upp að eigin ósk árið 2011 hafði enginn þjálfari í bandarísku atvinnumannadeildunum í íþróttum verið jafn lengi samfleytt hjá sama liðinu sem þjálfari. 

Sloan lék sjálfur í deildinni með Baltimore Bullets og Chicago Bulls. Var valinn fjórði af Baltimore í nýliðavalinu 1965. Var þar í eitt ár og lík síðan í áratug með Chicago en hætti árið 1976. 

Hann stýrði Chicago frá 1979-1982 en þá liðu sex ár þar til honum var falið að taka við Utah Jazz. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert