Veit af áhuga stórliðsins

Martin í leik gegn Panathinaikos í vetur. Gríski landsliðsmaðurinn og …
Martin í leik gegn Panathinaikos í vetur. Gríski landsliðsmaðurinn og fyrirliðinn, Nick Calathes, reynir að halda aftur af honum. Calathes er líklega á förum í sumar og Martin er ætlað að fylla hans skarð. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, segir merkilegt til þess að vita að stórlið eins og Panathinaikos sýni honum áhuga. Ekki sé langt síðan hann hefði einungis látið sig dreyma um að spila með liði í þeim gæðaflokki, en gríska liðið er það þriðja sigursælasta í Euroleague frá upphafi.

Vefmiðillinn Sportando greindi frá þessu í vikunni en Martin segir Panathinaikos hafa sýnt sér áhuga fyrr í vetur en ekkert nýtt hafi gerst í því.

„Það er orðið nokkuð síðan þeir höfðu samband við umboðsmanninn og sögðust vilja vita af því ef ég færi frá Alba Berlín í sumar. Ég var hissa á því að þetta skyldi vera til umfjöllunar á þessum tímapunkti því ekkert hefur gerst frekar varðandi þetta. Þeir hafa hins vegar áhuga og vilja vera með ef einhver lið reyna að fá mig í sumar. Umboðsmaður minn er frá Grikklandi og hann þekkir alla þar. Nokkur lið hafa haft samband við hann til að spyrjast fyrir,“ sagði Martin þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Tveggja ára samningi Martins við Alba lýkur í sumar og hann segist vilja gefa Alba Berlín tækifæri til að gera sér tilboð áður en lengra verði haldið.

Sjá viðtalið við Martin í heild í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »