Friðrik aftur til Njarðvíkur

Friðrik Ingi Rúnarsson.
Friðrik Ingi Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Friðrik Ingi Rúnarsson, einn reyndasti körfuknattleiksþjálfari landsins, er aftur farinn að starfa fyrir uppeldisfélag sitt í Njarðvík. 

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur tilkynnti nú undir kvöld að Friðrik hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla í Njarðvík. 

Einar Árni Jóhannsson stýrir Njarðvíkurliðinu en mun nú hafa bæði Friðrik og Halldór Karlsson sér til aðstoðar. 

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fagnar því vel og innilega að endurheimta í félagið einn af sínum dáðustu sonum í Friðriki Inga en það þarf ekki að fjölyrða um hæfni hans á þjálfarastól. Vertu velkominn aftur til starfa félagi. Ásamt því að gerast aðstoðarþjálfari þá mun Friðrik einnig taka að sér þjálfun drengja- og unglingaflokks í Njarðtaksgryfjunni,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Njarðvík. 

Friðrik gerði Njarðvík tvívegis að Íslandsmeisturum 1991 og 1998. Í millitíðinni varð Grindavík Íslandsmeistari undir hans stjórn, eða 1996. Hann starfaði á síðasta tímabili hjá Þór Þorlákshöfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert