Ungir menn fá tækifæri

Darri Freyr Atlason
Darri Freyr Atlason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Darri Freyr Atlason er tekinn við karlaliði KR í körfuknattleik. Athygli hefur vakið að svo ungum þjálfara sé treyst fyrir verkefninu í Vesturbænum en Darri verður 26 ára 1. júní næstkomandi. Hann var því ekki orðinn 25 ára þegar hann gerði kvennalið Vals að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrra.

Morgunblaðið skimaði yfir fæðingarár þjálfara í efstu deild karla í íþróttinni og reyndi að átta sig á hvaða dæmi væru um að ungir menn hefðu stýrt liðum í deildinni.

Upp úr krafsinu kemur að nokkrir voru yngri en Darri þegar þeir tóku við liðum og sterkum liðum í sumum tilfellum. Hér er látið liggja á milli hluta þegar menn stýrðu liðum í fáum leikjum í millibilsástandi.

Friðrik er sá yngsti

Samkvæmt lista sem tekinn var saman fyrir KKÍ yfir þjálfara í deildinni er Njarðvíkingurinn kunni, Friðrik Ingi Rúnarsson, sá yngsti sem tekið hefur við liði í deildinni. Friðrik var einungis 22 ára gamall þegar hann var ráðinn þjálfari Njarðvíkur árið 1990. Í ljósi velgengni Njarðvíkinga á níunda áratugnum mætti kannski segja að aðstæður Friðriks hafi ekki verið ósambærilegar þeim sem Darri er í nú. En það er svo sem ekki aðalatriðið.

Ekki óx starfið Friðriki í augum því Njarðvík vann 21 leik í deildinni tímabilið 1990-1991 en tapaði fimm. Liðið varð Íslandsmeistari um vorið með hinn 22 ára gamla þjálfara eins og frægt varð.

Samantektina í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert