Þeir sem hafa unnið eitthvað vilja gera það aftur

Friðrik ingi Rúnarsson.
Friðrik ingi Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Friðrik Ingi Rúnarsson, einn reynd­asti körfuknatt­leiksþjálf­ari lands­ins ræddi við Valtý Björn Val­týs­son í hlaðvarpsþætt­in­um Mín skoðun í dag. Friðrik er þar með snúinn aftur í sitt uppeldisfélag en hann þjálfaði Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð. Í þættinum ræddi hann meðal annars markmið Njarðvíkinga á næstu leiktíð.

„Það er alltaf stefnan,“ sagði Friðrik, spurður um hvort Njarðvíkingar stefni á að vinna Íslandsmótið næsta vetur. En hefur liðið til þess burði? „Maður kannski veit það ekki fyrr en búið er að púsla liðinu saman. Það veltur auðvitað á því þegar menn eru að velja erlendan leikmann og Bandaríkjamann og svona. En hugurinn er klárlega sá að gera vel og komast í þá aðstöðu að spila um eitthvað. Það er alltaf hjá þessum liðum sem hafa verið við toppinn í langan tíma. Það er mikill vilji hjá leikmönnum, þjálfurum, stjórnarmönnum og stuðningsfólki.“

„Þeir sem hafa unnið eitthvað og vita hvernig sú tilfinning er vilja auðvitað gera það aftur,“ bætti hann við. Njarðvík hafnaði í 5. sæti á síðustu leiktíð en tímabilið var flautað af eftir 21 umferð vegna kórónuveirufaraldursins. Friðrik gerði Njarðvík tví­veg­is að Íslands­meist­ur­um 1991 og 1998. Í millitíðinni varð Grinda­vík Íslands­meist­ari und­ir hans stjórn, eða 1996.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert