Þjálfar bæði meistaraflokk karla og kvenna

Ljósmynd/Snæfell

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við Halldór Steingrímsson um að taka að sér þjálfun meistaraflokks karla og kvenna og hefur hann gert tveggja ára samning við félagið.

Halldór hefur verið viðloðandi íþróttir og þjálfun í fjöldamörg ár og starfaði m.a. fyrir körfuknattleiksdeild Fjölnis í 17 ár. Á síðasta ári var hann þjálfari meistaraflokks karla hjá Sindra, Höfn og yfirþjálfari yngri flokka beggja félaga. Þá er hann einnig aðstoðarþjálfari U20 landsliðs karla.

mbl.is